Um okkur
Krílafló býður upp á sölu & kaup fyrir notaðar barna og fullorðins vörur, auk þess sem hillubásar eru til staðar viljir þú selja aðrar vörur.
Fullorðins básar eru eingöngu fyrir fullorðins vörur og barnabásar eru eingöngu fyrir barnavörur. Starfsfólk mun fjarlægja vörur af bás séu barnavörur settar í fullorðinsbás eða fullorðinsvörur settar í barnabás. Föt merkt xs eða stærra verða fjarlægð af barnabásum og föt merkt 170 eða minna verða fjarlægð af fullorðinsbásum.
Hillubása má nota í aðra hluti.
Seljandi leigir bás í 8, 12, 24 eða 32 daga og verðleggur vörurnar sjálf/ur. Strikamerki með verðinu eru afhent í versluninni, vörurnar settar í leigubásinn og svo sér starfsfólk Krílafló um að afgreiða vöruna fyrir seljanda. Leigjandi getur svo fylgst rafrænt með sölunni á mínum síðum á www.krilaflo.is/login
Krílafló býður einnig upp á að taka handverk, vörur af eldri lager verslana og aðrar stakar vörur í umboðssölu. Það fyrirkomulag er alltaf samningsatriði sem starfsfólk/eigandi þarf að samþykkja. Áskiljum við okkur rétt til að velja og hafna því sem tekið er inn í umboðssölu.
Krílafló hefur verið að prófa sig áfram með samstarf við ýmsar netverslanir með góðum árangri og jákvæðum móttökum viðskiptavina.
Ertu með netverslun eða vilt selja vöru í umboðssölu? þá má senda fyrirspurn á netfangið krilaflo@krilaflo.is og við svörum um hæl.