Skilmálar
Bóka bás
Básaleiga hjá okkur fer fram í gegnum heimasíðu okkar www.krilaflo.is, í versluninni sjálfri eða í gegnum síma 868 0080.
Verslun okkar er skipt upp í þrjá hluta. Barnabásar, fullorðinsbásar og hillubásar.
Afbókun
Ef þú getur einhverra hluta vegna ekki nýtt þér bókun þína hefurðu 14 daga frest til að afbóka. Eingöngu er hægt að fá endurgreiðslu ef afbókun er gerð með að minnsta kosti 14 daga fyrirvara, og er viðmiðið fyrsti dagur leigutímabils.
Starfsfólk Krílafló mun aðstoða eins og hægt er ef þú óskar eftir að fá að færa til bókun, en þar gildir einnig 14 daga reglan.
Ef þú sérð ekki fram á að geta nýtt þér básinn eftir að afbókunarfrestur er liðinn, er þér heimilt að áframselja leiguna sjálf/ur. Það geturðu til dæmis gert á "til sölu í Krílafló" síðunni á facebook.
Verð
Öll verð sem eru gefin upp á heimasíðunni eru með virðisaukaskatti
Ef fyrirtæki tekur bás á leigu ber viðkomandi fyrirtæki ábyrgð á að gefa upp réttar upplýsingar til skatts. Tilkynna ber til Krílafló við skráningu á bás ef ætlunin er að selja VSK-skráðar vörur í básnum.
Þóknun & söluhagnaður
Þóknun er 18% og er dreginn frá heildar sölu áður en söluhagnaður er greiddur til básaleigjanda.
Söluhagnaður er greiddur með millifærslu á reikning þess sem skráður er fyrir básnum innan 48 klt eftir að básinn hefur verið tæmdur í lok leigu. Hafi verið samið um þjónustu við niðurtekt er söluhagnaður greiddur innan 48 klt eftir að vörur hafa verið sóttar.
Ekki eru geymdar stórar upphæðir reiðufés í Krílafló og er því allur söluhagnaður greiddur út með millifærslu.
Básar / leigutímabil
Þegar búið er að bóka bás getur básaleigjandi komið hvenær sem er daginn sem leiga hefst til að setja upp básinn. Ef enginn kemur eða ekkert heyrist frá básaleigjanda eftir fyrsta dag umsaminnar leigu, áskiljum við okkur rétt til að leigja básinn aftur. Lokað er á sunnudögum og reiknast sunnudagar og rauðir almanaksdagar því ekki með í heildar dögum leigutímabils.
Óheimilt er að setja einhvers konar festingar á básinn.
Ef vörur eru settar fyrir utan básinn, verða þær fjarlægðar án viðvörunar.
Leigjandi sér um að verðmerkja vörur sínar og ber ábyrgð á að verð séu rétt.
Innifalið í leiguverði er tiltekt á básnum, herðatré, stærðarperlur, þjófavarnir, pláss á sameiginlegri útifataslá, pláss á stóru hluta svæði og pláss í læstum skáp fyrir verðmæti.
Þegar básaleigu lýkur skal leigjandi vera kominn að taka niður básinn ekki seinna en hálftíma fyrir lokun á síðasta degi leigu.
Ef leigjandi sér ekki fram á að komast býður Krílafló upp á þjónustu við að taka bás niður gegn gjaldi.
Tæma bás
Básaleigjandi er ábyrgur fyrir því að tæma básinn þegar leigutímabili lýkur nema um annað sé samið fyrirfram.
Hafi leigjandi beðið annan um að tæma básinn fyrir sig, er honum skylt að láta starfsfólk Krílafló vita af þeirri ráðstöfun áður.
Starfsfólk hefur rétt til að neita öðrum en skráðum leigjanda að taka niður bás, hafi starfsfólk ekki verið látið vita fyrirfram.
Starfsfólk mun fara yfir og ganga úr skugga um hvort réttar vörur séu fjarlægðar. Það er til að auka öryggi allra leigjenda á að vörur frá þeim lendi ekki í poka annarra leigjenda og glatist.
Vörur fara oft á flakk um verslunina á leigutíma og enda á röngum básum. Starfsfólk tekur reglulega til yfir daginn og færir vörur aftur á réttan bás. En aukið eftirlit með tæmingu bása kemur enn frekar í veg fyrir að vörur týnist.
Munið eftir skilríkjum til að sýna starfsfólki þegar bás er tekinn niður.
Ef enginn er kominn á réttum tíma til að tæma básinn og ekki hefur verið gert samkomulag við Krílafló um að vinna það verk, mun starfsfólk Krílafló taka vörur niður og rukka fyrir það þjónustugjald sem er 4.000 kr. Vörurnar eru svo geymdar í eina viku. Eftir þann tíma telst varan eign Krílafló, sem ráðstafar þeim á viðeigandi hátt.
Hafi verðmiði dottið af vöru og við finnum hana ekki í kerfinu okkar eða ef vara hefur orðið eftir í verslun eftir að leigutíma lýkur, fara þær í óskilamunapláss og er hægt að vitja þeirra þar. Við getum ekki geymt vöru sem hefur gleymst/glatast lengur en í 14 daga. Eftir 14 daga teljast vörurnar eign Krílafló sem mun ráðstafa þeim á viðeigandi hátt.
Þjófavarnir
Ótakmarkað magn af þjófavörnum til afnota fylgir básaleigu. Húsnæði Krílafló er með öryggishlið og eftirlitsmyndavélar auk þess sem starfsfólk fylgist vel með.
Krílafló ber ekki ábyrgð ef vörur týnast, er stolið eða unnin eru skemmdarverk á þeim. Krílafló er ekki bótaskyld ef upp kemur vatnsskaði eða eldsvoði. Þar gæti innbústrygging þín hugsanlega bætt skaðann. Heyrðu í þínu tryggingafélagi og fáðu frekari upplýsingar.
Vöruskilmálar og eignaréttur
Seljandi er ábyrgur fyrir því að hafa ótakmarkaðan eignarétt á sínum vörum og rétt til þess að selja þær í básnum.
Í Krílafló viljum við ekki hafa vörur sem metnar eru skaðlegar ímynd eða stöðlum verslunarinnar. Er þá til að mynda um að ræða illa lyktandi, skítugar, götóttar, brotnar eða ónýtar vörur. Við áskiljum okkur rétt til að fjarlægja vörur sem ekki uppfylla skilyrði verslunarinnar.
Óheimilt er að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, t.d.tóbak, áfengi, vopn, flugelda, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi.
Markaðssetning í sölubás er ekki leyfð eins og t.d. í formi nafnspjalda eða annarra auglýsinga, nema um það hafi verið samið fyrirfram.
Vörur verða fjarlægður úr básnum án fyrirvara verði þessari reglu ekki fylgt.
Vakin er athygli á því að vörum sem keyptar eru í Krílafló fást ekki skipt né skilað. Varan er keypt í því ástandi sem hún er og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu.
Persónuvernd
Krílafló leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi þeirra gagna sem Krílafló er treyst fyrir og skilur og virðir mikilvægi einkalífs á internetinu. Krílafló mun ekki gefa upp upplýsingar um viðskiptavini/notendur til þriðja aðila, nema nauðsynlegt sé til að framkvæma ákveðin viðskipti.
Krílafló mun ekki selja nafn viðskiptavina sinna, netfang, kreditkortaupplýsingar eða persónuleg gögn til þriðja aðila án samþykkis viðskiptavins.