Ferlið okkar

ÞÚ BÓKAR BÁS

Þú bókar bás í 8, 16, 24 eða 32 daga.. Eftir bókun færð þú sendan tölvupóst með upplýsingum um það hvernig þú skráir þig inn á mínar síður, þar sem þú getur hafið skráningu á þínum vörum inn í sölukerfið okkar.

 

SKRÁNING Á VÖRUM

Þegar þú hefur skráð þig inn á "mínar síður" á www.krilaflo.is getur þú skráð þínar vörur og verðlagt þær. Það er gert með því að fara í "product/vörur" og ýta á "add/bæta við vöru" og setur þar inn þær upplýsingar sem óskað er eftir. Þar er gott að setja greinargóða lýsingu á vöru eins og t.d."hvít samfella" eða "svartir Nike skór", stærð, básanúmer og verð.

Við mælum með að setja mynd af vöru því sala í síma/skilaboðum hefur aukist og auðvelda myndir það ferli.

  

SKRÁNING Á BANKAUPPLÝSINGUM

Til að við getum greitt þér út þinn söluhagnað verður þú að setja inn reikningsupplýsingar.

Reikningsupplýsingar setur þú inn með því að fara inn á notendastillingar á "mínar síður" og setja þar inn banka, höfuðbók og reikning. Við munum svo leggja söluhagnað þinn að frádreginni söluþóknun okkar (18%) inn á reikning þinn innan 48 klt eftir að bás hefur verið tæmdur.

Athugaðu að ekki er hægt að greiða út söluhagnað fyrr en þessar upplýsingar hafa verið skráðar.

 

UPPHAF LEIGUTÍMABILS

Þér er velkomið að koma hálftíma fyrir auglýstan opnunartíma verslunar til að setja upp básinn eða hvenær sem er yfir opnunartíma verslunarinnar. Þú færð strikamerki/verðmiða í afgreiðslu hjá okkur og setur svo upp vörurnar þínar

 

MYNDATÖKUR

Við hvetjum alla seljendur til að taka myndir af öllum vörum og deila þeim inn á sölusíðuna okkar á facebook sem heitir "til sölu í Krílafló" til að auka sýnileika sinna vara. Auk þess hvetjum við seljendur til að "tagga" okkur á instagram til að auka enn frekar sýnileika.

 

VERÐBREYTINGAR OG AFSLÁTTUR AF BÁS

Þér er frjálst að gera verðbreytingar á vöru hvenær sem er á leigutímabilinu. Þú gerir það með því að fara inn á "mínar síður" á www.krilaflo.is, ferð í "product/vörur" og velur þá vöru sem þú vilt breyta verði á. Athugaðu að hvort sem nýr miði er settur á vöru eða ekki mun nýja verðið skila sér til kaupanda.

Vegna þess að allar vörur eru merktar með strikamerki, lýsingu og verði þarf að prenta út nýjan miða og koma fyrir á vörunni svo rétt verð komi fram á merkingu.

Kjósir þú að gefa afslátt af öllum vörum í þínum bás er best að hafa samband við okkur í afgreiðslu, í síma eða í skilaboðum.

Ef þú ert með vöru sem þú vilt ekki setja afslátt á er þér frjálst að taka hana úr sölu áður en afsláttur er settur á.